top of page

Ferlið

Eitt af hlutverkum samskiptaráðgjafa er að leiðbeina þeim sem til hans leita vegna atvika eða misgerða sem orðið hafa í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi. Hann aðstoðar við að koma kvörtun á framfæri við rétt yfirvöld og upplýsir og aðstoðar við að kynna þá þjónustu sem ríki og sveitafélög bjóða upp á.

Þetta er mikilvægur hluti af þjónustu samskiptaráðgjafa sem getur aðstoðað einstaklinga, hópa og félög við að vinna með einelti, áreiti eða ofbeldi. Þegar haft er samband við samskiptaráðgjafa er ákveðið ferli sem unnið er eftir. 

Þjónusta samskiptaráðgjafa er ókeypis.

Ferli mála hjá samskiptaráðgjafa

  1. Þú hefur samband við okkur með fyrirspurn, athugasemd, kvörtun eða tilkynningu.

  2. Samskiptaráðgjafi býður þér viðtal og þið finnið tíma sem hentar.

  3. Viðtal fer fram og frekari upplýsinga er aflað.

  4. Framhald málsins er ákveðið út frá upplýsingum sem koma fram í viðtalinu og óskum þínum.

  5. Samskiptaráðgjafi hefur samband við fleiri aðila málsins ef þörf er á, og í samráði við þig. 

  6. Samskiptaráðgjafi aðstoðar þig við að koma málinu í ferli ef það er þín ósk.

  7. Samskiptaráðgjafi gefur út leiðbeinandi álit til málsaðila ef þess er þörf.

  8. Samskiptaráðgjafi fylgir málum eftir sé þess þörf með því að kanna eftir ákveðinn tíma hvort úrbætur hafi átt sér stað.

 

Samskiptaráðgjafi hefur aðsetur hjá Domus Mentis Geðheilsustöð og unnið er með öll mál af fagmennsku og með heilindi að leiðarljósi.

Siðareglur sálfræðinga má finna hér

Jumping Over Water

Viðbrögð annarra hafa áhrif á þolendur. Stuðningur og jákvæð viðbrögð geta skipt miklu máli, aukið vellíðan þolenda og hjálpað í öllu ferlinu.

bottom of page