Starfsfólk

Aron Freyr Kristjánsson
Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs
Aron Freyr er klínískur sálfræðingur sem hefur unnið við greiningar og meðferð einstaklinga með ýmsar geðraskanir.
Aron lauk BSc gráðu frá Háskólanum í Reykjavík árið 2019 og MSc gráðu í klínískri sálfræði árið 2022 frá sama skóla.
Í náminu hlaut hann fjölbreytta klíníska reynslu undir handleiðslu reyndra sálfræðinga frá tveimur ólíkum stöðum. Fyrst á Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins þar sem hann sinnti greiningu og meðferð barna og ungmenna en svo í Þunglyndis- og kvíðateymi Landspítala þar sem hann sinnti greiningu og meðferð fullorðinna. Í starfsnáminu öðlaðist hann m.a. reynslu í meðferð við félagskvíða, lágu sjálfsmati og þunglyndi.
Samskiptaráðgjafi starfar samkvæmt samningi mennta- og menningarmálaráðuneytis og Domus Mentis - Geðheilsustöðvar.
Netfang: samskiptaradgjafi@samskiptaradgjafi.is
Sími: 783-9100

Sigurbjörg Sigurpálsdóttir
Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs
Sigurbjörg er klínískur sálfræðingur sem hefur unnið við greiningar á geðrænum einkennum og meðferð við þunglyndis- og kvíðaröskunum fullorðinna einstaklinga. Hún útskrifaðist með B.S. gráðu frá Háskóla Íslands 2013 og með meistaragráðu í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík 2017.
Sigurbjörg lauk einnig námskeiði í sáttamiðlun hjá Sáttamiðlunarskólanum árið 2020.
Samskiptaráðgjafi starfar samkvæmt samningi mennta- og menningarmálaráðuneytis og Domus Mentis - Geðheilsustöðvar.
Netfang: samskiptaradgjafi@samskiptaradgjafi.is
Sími: 839-9100

Þóra Sigfríður Einarsdóttir
Framkvæmdarstjóri Domus Mentis og verkefnastjóri samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs
Þóra Sigfríður er klínískur sálfræðingur sem hefur auk sálfræðistarfa verði formaður Fagráðs HÍ um viðbrögð við kynbundinni og kynferðislegri áreitni og kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi og situr í fagráði Ríkislögreglustjóra.
Samskiptaráðgjafi starfar samkvæmt samningi mennta- og menningarmálaráðuneytis og Domus Mentis - Geðheilsustöðvar.
Netfang: samskiptaradgjafi@samskiptaradgjafi.is