top of page

Ráðgjöf

Þú getur fengið ókeypis ráðgjöf ef þú hefur orðið fyrir eða orðið vitni að einelti, kynferðislegri áreitni og/eða ofbeldi í íþróttum eða æskulýðsstarfi. Hægt er að panta viðtalstíma eða fá upplýsingar með því að hringja, senda tölvupóst eða fylla út tillkynningaformið hér á síðunni.


Samskiptaráðgjafi er til staðar til að hlusta, styðja og aðstoða með öll mál sem snerta óeðlileg samskipti eða áreiti við íþróttaiðkun eða æskulýðsstörf.

Kristín Skjaldardóttir
Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs

Tölvupóstur: samskiptaradgjafi@samskiptaradgjafi.is
Heimilisfang: Þverholti 14, 105 Reykjavík
​Sími: 783-9100

 
Sigurbjörg Sigurpálsdóttir
Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs


Tölvupóstur: samskiptaradgjafi@samskiptaradgjafi.is
Heimilisfang: Þverholti 14, 105 Reykjavík
Sími: 839-9100

Símatími

Opinn símatími er alla þriðjudaga kl.10-11 í síma 839-9100/783-9100. Utan símatíma er hægt að reyna að hringja í símanúmerið á dagvinnutíma og svarað verður ef samskiptaráðgjafi er á lausu. Þá er alltaf hægt að senda tölvupóst á samskiptaradgjafi@samskiptaradgjafi.is og verður honum svarað eins fljótt og auðið er.

 

 

Fullur trúnaður

Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs er bundinn trúnaði og innheimtir ekki gjald fyrir þjónustu sína. Hann starfar samkvæmt samningi Mennta- og barnamálaráðuneytis og Domus Mentis - Geðheilsustöðvar

Hafa samband við 112

Þú getur haft beint samband við lögreglu og/eða neyðarmóttöku ef þú hefur orðið fyrir ofbeldi.
Símanúmer er 112

Hringja og fá ráðgjöf

Opinn símatími er alla þriðjudaga milli kl.10-11 í síma 839-9100/783-9100. Þú getur hringt og fengið ráðgjöf hjá mér um næstu skref.

Young Footballers on Bench

Ferli tilkynninga hjá samskiptráðgjafa

  1. Þú hefur samband við okkur með fyrirspurn, athugasemd, kvörtun eða tilkynningu.

  2. Samskiptaráðgjafi býður þér viðtal og þið finnið tíma sem hentar.

  3. Viðtal fer fram og frekari upplýsinga er aflað. 

  4. Framhald málsins er ákveðið út frá upplýsingum sem koma fram í viðtalinu og óskum þínum.

  5. Samskiptaráðgjafi hefur samband við fleiri aðila málsins ef þörf er á því og í samráði við þig. 

  6. Samskiptaráðgjafi aðstoðar þig við að koma málinu í ferli ef það er þín ósk.

  7. Samskiptaráðgjafi gefur út leiðbeinandi álit til málsaðila ef þess er þörf.

  8. Samskiptaráðgjafi fylgir málum eftir sé þess þörf með því að kanna eftir ákveðinn tíma hvort úrbætur hafi átt sér stað.

Þjónusta samskiptaráðgjafa er ókeypis.

Samskiptaráðgjafinn er hér til þess að aðstoða þig.

bottom of page