top of page

Forvarnir

Hlutverk samskiptaráðgjafa í forvörnum

Samskiptaráðgjafi getur veitt ráðgjöf til þeirra sem taka þátt í starfsemi félaga og samtaka sem falla undir starfssvið hans um fyrirbyggjandi aðgerðir eins og forvarnir.  Þannig getur samskiptaráðgjafi leiðbeint félögum við að setja upp siðareglur, hegðunarviðmið og viðbragðsáætlanir.

Forvarnir og fræðsla fara hönd í hönd. Forvarnir hjálpa okkur að þekkja óæskilega hegðun, að þora að segja eitthvað við henni og að láta vita ef við höfum orðið fyrir slíku. Til þess að geta spornað við óæskilegum atvikum verður að fræða alla viðeigandi um hvað er rétt og hvað er rangt í þeim efnum, hvað er leyfilegt og hvað ekki. Einnig þurfa að vera til staðar reglur um þessa sömu hluti og viðurlög við því þegar reglur eru brotnar.

Opin umræða

​Það er heldur ekki nóg að nefna það einu sinni hvaða hegðun er í lagi og hvað ekki, heldur felast forvarnir einnig í aukinni umræðu um erfið málefni. Því opnari sem umræða er varðandi atvik eins og kynferðisbrot því meiri meðvitund skapast í samfélaginu um að slíkt sé ekki í lagi. Bæði verður það almennari vitneskja um hvað er ekki í lagi og að fólk sé upplýst um að það sé hægt að sækja sér aðstoð ef maður hefur upplifað eitthvað slíkt sjálfur.

Getum við komið í veg fyrir misnotkun í félaginu?

Svarið er því miður nei en við getum gert okkar besta til þess að minnka líkurnar verulega. Besta leiðin til þess að koma í veg fyrir hvers kyns ofbeldi eru fræðsla og sameiginleg gildi. Heldur félagið þitt í heiðri sameiginlegum gildum? Eru siðareglur til staðar sem endurspegla þau gildi sem félagið vill starfa eftir? Hvaða væntingar og kröfur höfum við til þjálfara, leiðbeinenda og starfsfólks? Hvers konar samskipti viljum við eiga við foreldra? Hefur félagið þitt útbúið siðareglur sem endurspegla þau gildi sem félagið vill starfa eftir? Eru þær sýnilegar?
 

Siðareglur geta til dæmis verið reglur eins og:

 • Í félaginu tölum við fallega við hvert annað.

 • Við líðum ekki dónalegar upphrópanir eða athugasemdir um líkama hvors annars.

 • Það eru ávallt að minnsta kosti tveir þjálfarar eða þjálfari og annar fullorðinn einstaklingur í ferðalögum á vegum félagsins.

 • Þjálfari eða starfsmaður fer ekki inn í búningsherbergi nema gengið hafi verið í skugga um að allir séu klæddir/klæddar.

 • Þjálfari býður ekki einstaka barni heim til sín.

 • Félagið eða stjórn félags er skyldugt til þess að taka ábendingar um kynferðislegt áreiti eða ofbeldi alvarlega og bregðast skjótt við.

 • Félag fær leyfi til að fletta upp í sakaskrá við ráðningu þjálfara eða fer fram á þjálfari skili inn sakavottorði.

 • Ef vísbendingar eru um að barn hafi verið beitt kynferðislegu ofbeldi ber að tilkynna það til viðkomandi barnaverndarnefndar. Tilkynna skal í nafni félags.

Bórn að leik og forvarnir

 Umsjónarmenn, leiðbeinendur eða þjálfarar eiga að taka strax á samskiptavandamálum í samræmi við vinnureglur þegar þau koma upp.

Hegðunarviðmið hjálpa til við forvarnir gegn ofbeldi, áreitni, einelti og mismunun

Hegðunarviðmið eru góð leið til þess að sporna við óæskilegri hegðun. Þau eru viðmið um það hvernig koma eigi fram við aðra. ÍSÍ hefur gefið út hegðunarviðmið sem eru stuðningsskjöl við siðareglur þeirra, til leiðbeiningar fyrir alla aðila innan íþróttahreyfingarinnar. Öllum er boðið að nýta sér sömu hugmyndafræði.

Hegðunarviðmiðin frá ÍSÍ eru fjórskipt;

 1. Fyrir þjálfara

 2. Fyrir iðkendur 

 3. Fyrir starfsmenn og stjórnarmenn

 4. Fyrir foreldra og forsjáraðila

​​​​​Hegðunarviðmið ÍSÍ

Hegðunarviðmið fyrir þjálfara

Hegðunarviðmið fyrir iðkendur

Hegðunarviðmið fyrir stjórnarmenn og starfsfólk

Hegðunarviðmið fyrir foreldra

Hegðunarviðmið á ensku - Code of Conduct in English

Vertu góð fyrirmynd, komdu fram af virðingu
og vertu heiðarleg/ur.

bottom of page