top of page

Um samskiptaráðgjafa

Screenshot 2023-04-18 at 14.33.07.png
Mynd ss í lit.jpg
%C3%9E%C3%B3ra_edited.jpg

Hjálmar Karlsson

Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs

Hjálmar er með B.A. í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og M.A gráðu í Media & Communication frá Stokkhólmi. Hann starfaði í 8 ár hjá Rauða krossinum á Íslandi í geðheilbriðgismálum ásamt því að hafa sinnt ráðgjafastörfum í upplýsingatækni í Stokkhólmi. Hjálmar situr í stjórn Píeta samtakanna á Íslandi.

 

Samskiptaráðgjafi starfar samkvæmt samningi Mennta- og barnamálaráðuneytis og Domus Mentis - Geðheilsustöðvar.

 

Netfang: samskiptaradgjafi@samskiptaradgjafi.is

Sími: 793-9100

 

​Sigurbjörg Sigurpálsdóttir

Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs

Sigurbjörg er klínískur sálfræðingur sem hefur unnið við greiningar á geðrænum einkennum og meðferð við þunglyndis- og kvíðaröskunum fullorðinna einstaklinga. Hún útskrifaðist með B.S. gráðu frá Háskóla Íslands 2013 og með meistaragráðu í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík 2017.

 

Sigurbjörg lauk einnig námskeiði í sáttamiðlun hjá Sáttamiðlunarskólanum árið 2020.

Samskiptaráðgjafi starfar samkvæmt samningi mennta- og menningarmálaráðuneytis og Domus Mentis - Geðheilsustöðvar.

Netfang: samskiptaradgjafi@samskiptaradgjafi.is

​Sími: 839-9100

 

 

 

​Þóra Sigfríður Einarsdóttir

Framkvæmdarstjóri Domus Mentis og verkefnastjóri samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs

Þóra Sigfríður er klínískur sálfræðingur sem hefur auk sálfræðistarfa verði formaður Fagráðs HÍ um viðbrögð við kynbundinni og kynferðislegri áreitni og kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi og situr í fagráði Ríkislögreglustjóra

Hverjir geta leitað til samskiptaráðgjafa?

Starfssvið samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs nær til allrar skipulagðrar starfsemi íþrótta og æskulýðssamtaka sem starfa á grundvelli æskulýðslaga og aðila sem gera samning við Mennta- og barnamálaráðuneytið.

 

Það þýðir að allir sem sækja skipulagðar æfingar eða félagsstarf á landinu geta leitað til samskiptaráðgjafa varðandi einelti eða ofbeldi sem þeir telja sig hafa orðið fyrir í sínu íþrótta- eða æskulýðsstarfi.

Óháður aðili

Allir eiga rétt á því að geta stundað sitt íþrótta- og/eða æskulýðsstarf í öruggu umhverfi. Samskiptaráðgjafi er óháður aðili sem styður við, leiðbeinir og aðstoðar þá sem hafa upplifað einhverskonar ofbeldi eða einelti í slíku starfi.

 

Einnig eiga allir iðkendur; börn, unglingar og fullorðnir óháð kynferði eða stöðu að öðru leyti að geta leitað sér aðstoðar eða leitað réttar síns vegna atvika og misgerða sem eiga sér stað án þess að þurfa að óttast afleiðingar.

Aðstoðin er þér að kostnaðarlausu

Engin greiðsla er tekin fyrir þjónustu samskiptaráðgjafa. Þeir sem telja sig hafa orðið fyrir ofbeldi eða einelti í sínu íþrótta- og æskulýðsstarfi eða eru ekki vissir og vilja fá ráðgjöf varðandi slík mál, geta haft samband við samskiptaráðgjafa í netfangi samskiptaradgjafi@samskiptaradgjafi.is eða hringt í síma 839-9100.

Markmið með starfsemi samskiptafulltrúa

Markmið laganna er að íþrótta- og æskulýðsstarf fari fram í öruggu umhverfi og að börn, unglingar og fullorðnir, óháð kynferði eða stöðu að öðru leyti, geti stundað íþróttir eða æskulýðsstarf og leitað sér aðstoðar eða leitað réttar síns vegna atvika og misgerða sem eiga sér stað án þess að þurfa að óttast afleiðingarnar. 

Jafnframt segir í lögunum að samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs er ekki heimilt að innheimta gjald af þjónustu sinni.

Þagnarskylda

Samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs er óheimilt að skýra frá þeim atriðum sem hann verður áskynja um í starfi sínu og leynt eiga að fara. Hann getur, óháð þagnarskyldu viðkomandi aðila, krafið þá sem skipuleggja eða bera ábyrgð á íþrótta- eða æskulýðsstarfi um allar þær upplýsingar sem hann metur nauðsynlegar til að hann geti sinnt hlutverki sínu og er viðkomandi aðilum þá skylt að láta honum í té umbeðnar upplýsingar. 

 

Nánar um lög um samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs

Öruggt umhverfi, örugg samskipti, samvinna og virðing
eiga að gilda í öllu íþrótta- og æskulýðsstarfi.

Hlutverk

Hlutverk sitt rækir samskiptafulltrúi m.a. með því að:

 •  Koma með virkum hætti á framfæri upplýsingum til þeirra sem taka þátt í starfsemi þeirra félaga og samtaka sem falla undir lög þessi, um atvik og misgerðir í þeim tilgangi að auka þekkingu og stuðla að réttum viðbrögðum við þeim.
   

 • Leiðbeina þeim einstaklingum sem til hans leita vegna atvika eða misgerða sem orðið hafa í skipulögðu starfi félaga og samtaka sem falla undir lög þessi eða í tengslum við það um þau úrræði sem standa til boða, hvernig kvörtun er komið á framfæri við rétt yfirvöld og eftir atvikum um þá þjónustu sem ríki og sveitarfélög bjóða upp á.
   

 • Aðstoða samtök og félög sem falla undir lög þessi við að gera viðbragðsáætlanir vegna atvika og misgerða sem verða í starfi þeirra og stuðla að samræmingu á landsvísu, eftir atvikum í samráði við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, æskulýðssamtök og önnur samtök.
   

 • Veita ráðgjöf til þeirra sem taka þátt í starfsemi félaga og samtaka sem falla undir lög þessi um fyrirbyggjandi aðgerðir.
   

 • Fylgjast með rannsóknum og þróun á verksviði samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs og koma upplýsingum á framfæri við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, æskulýðssamtök og önnur samtök sem falla undir lög þessi.
   

 • Taka saman upplýsingar um starf samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs og þær tilkynningar sem honum hafa borist á liðnu almanaksári.

Teen study group
Workout

Framkvæmd

 • Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs er í störfum sínum óháður fyrirmælum frá öðrum. Ráðgjöf hans byggist á og er í samræmi við bestu þekkingu á hverjum tíma.
   

 • Hann skal árlega gefa skýrslu til ráðherra um starf samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs á liðnu almanaksári.
   

 • Samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs er ekki heimilt að innheimta gjald af notendum þjónustunnar sem hann veitir.
   

 • Hann skal gæta þess að persónuupplýsinga sé aflað með sanngjörnum, málefnalegum og lögmætum hætti og að öll meðferð þeirra sé í samræmi við vandaða vinnsluhætti persónuupplýsinga samkvæmt fyrirmælum laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018, og lögum um opinber skjalasöfn, nr. 77/2014, með áorðnum breytingum.
   

 • Hann skal einungis afla viðeigandi upplýsinga og ekki umfram það sem nauðsynlegt er miðað við tilgang þeirra og að þær séu áreiðanlegar og uppfærðar eftir þörfum.

   

Hlutverk samskiptafulltrúa er einnig að fylgjast með rannsóknum og koma upplýsingum á framfæri við
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, æskulýðssamtök og önnur samtök sem falla undir starfsviðið.

bottom of page