top of page
  • sigurbjorg

Fræðsluverkefni í Þýskalandi

Samantekt á fræðsluúrræði í Norður Rín í Þýskalandi. Hvernig íþrótta yfirvöld fóru því innleiða fræðslu- og viðbragðsstefnu varðandi öryggi í íþróttum.

Norður Rín Vestfalía er fjölmennasta hérað Þýskalands, þar búa um 17,9 milljónir manns. Um 19 þúsund íþróttafélög eru í héraðinu með um 5 milljónir iðkenda. 

Árið 1998 kom út rannsókn sem sýndi kynferðisleg áreitni og ofbeldi gagnvart konum hefur átt sér stað í íþróttum þar í landi. Rannsóknin sýndi fram á að mikið tabú var í kringum allt sem átti sér stað varðandi kynferðislega áreitni og ofbeldi. Það sem viðhélt þeirri stöðu töldu höfundar rannsóknarinnar væru aðallega kynskipt stigveldi í íþróttaheiminum, sá veruleiki iðkendur eru oftast háðir þjálfurum sínum á einhvern hátt og gífurleg áhersla er lögð á líkama og árangur. 


Verkefnið.

Í kjölfar þessarar rannsóknar var ákveðið setja af stað stýrihóp til greina vandann sem fyrir og innleiða aðgerðir til þess bæta úr stöðunni. Úr varð verkefnið “Þögnin verndar brotamanninn”.

Ákveðið var að setja upp lista með 10 atriðum sem félög ættu innleiða hjá sér til þess auka öryggi iðkenda í íþróttum:

1. Stjórn félags skal funda með íþróttayfirvöldum til verða sér út um upplýsingar um hvað þarf gera, og setja upp plan til koma í veg fyrir kynferðislegt ofbeldi í þeirra félagi.

2. Verkefnið skal vera rætt á stjórnarfundi til kjósa um það hvort félagið muni taka þátt í því.

3. Félagið skal setja í samþykktir sínar yfirlýsingu um fyrirbyggingu kynferðisofbeldis eins og til dæmis: “Félagið okkar skuldbindur sig til þess vinna ötullega því vernda börn í íþróttastarfi og reyna fyrirbyggja kynferðisofbeldi, einnig uppræta hverskyns mál sem koma upp.”

4. Sérstakur tengiliður skal vera settur til sinna slíkum málum innan hvers félags. Hann fær fræðslu og er þjálfaður til þess að taka á slíkum málum. Þjálfun og fræðsla er í höndum íþróttayfirvalda. 

5. Allt starfsfólk, þar með talið sjálfboðaliðar, skal skila inn til staðfestingar hreinu sakavottorði.

6. Allt starfsfólk, þar með talið sjálfboðaliðar, skrifar undir hegðunarviðmið. 

7. Allt starfsfólk, þar með talið sjálfboðaliðar, tekur þátt í heilsdags fræðslu um forvarnir og viðbrögð við kynferðislegri áreitni og ofbeldi. Íþróttayfirvöld sjá um slíka fræðslu og þjálfun og er hún gjaldfrjáls fyrir félögin.

8. Mælst er til þess félög auki upplýsingaflæði til allra sinna iðkenda (barna og forráðamanna) varðandi forvarnir gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldi. Það er hægt gera með fræðslu - fyrirlestrum, bæklingum eða á heimasíðu félagsins. Félagið getur fengið fræðsluefni frá yfirvöldum íþróttahreyfingarinnar.

9. Félagið skal setja upp verklag fyrir hvernig er tekið á málum um kynferðislega áreitni eða ofbeldi skuli það koma upp eða kvartanir varðandi slíkt.

10. Félagið skal hvetja unga þátttakendur til þess kafa dýpra í efnið með því útbúa sérstaka viðburði sem hannaðir eru fyrir þeirra aldurshóp (t.d. sjálfsstyrkingar æfingar og umræðuhópa um málefnið).


Félög í Norður Rín héraðinu fengu tvö ár til þess innleiða þessi 10 atriði og gekk það ágætlega. Alls hófu 35 félög innleiðinguna á sama tíma og eftir tveggja ára tíma höfðu 26 félög staðist allar kröfur. Ári eftir innleiðinguna var gerð úttekt á verkefninu og ýmsir ávinningar komu í ljós:

Þjálfarar og starfsfólk félaganna höfðu fengið fræðslu og upplýsingar sem breyttu viðhorfum þeirra til kynferðislegrar áreitni og ofbeldis. Þau voru betur meðvituð um þessi málefni og sögðust láta sig málið varða frekar. Þau sögðust einnig betur í stakk búin þekkja kynferðislega áreitni og ofbeldi ásamt því að geta brugðist við slíku á betri hátt. Þekking þeirra á málefninu hafði aukist á innleiðingartímabilinu. 

Það var einnig álitið sem mikill ávinningur sterkt net myndaðist milli þeirra sem málunum koma, innan íþróttahreyfingar, félaga og annarra viðkomandi. Verkefnið tengist félögunum beint, sem er besti vettvangurinn til þess innleiða forvarnarstarf til iðkenda. Með því skipa tengilið í hverju félagi og með því fræða alla starfsmenn um málefnið er verið færa upplýsingar til þeirra sem eru í daglegum samskiptum við iðkendur.


Takmarkanir.

Þau félög sem luku ekki við innleiðinguna sögðu það vera út af skorti á tíma og starfskröftum. Þau treystu sér ekki til þess ljúka við innleiðinguna á tveimur árum. 

Það var mikil áskorun fyrir félög senda alla starfsmenn sína í fræðslu. Í mörgum tilfellum þurfti halda marga fyrirlestra fyrir hvert félag til þess allir þeirra starfsmenn myndu sitja fræðsluna. Nauðsynlegt er því gefa félögum góðan tíma og stuðning við innleiðingu á slíku verkefni. Einnig væri gott ef félög gætu fengið einhvern fjárhagslegan styrk til að geta innleitt svona verkefni. 


Það sem hægt var að læra af verkefninu:

Innleiðing verkefnisins gaf af sér heildstæða áætlun um forvarnir, öryggi og þjónustu fyrir félög gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldi í íþróttum. Verkefnið jók þekkingu starfsfólks, breytti viðhorfi þeirra til málefnisins og auðveldaði þeim þekkja og eiga við slík mál. Með því fylgjast með og mæla árangur var hægt að finna hjá hverju félagi hvað þau þurftu gera og hvar áherslur þeirra ættu liggja. Varðandi þau félög sem ekki náðu innleiða verkefnið hjá sér var samt tekin ákvörðun af stýrihópnum að slaka ekki á kröfum eða fækka atriðum til innleiða, því þau 10 atriði sem voru gefin út væru lágmarkskröfur sem félög þyrftu að uppfylla til tryggja öryggi sinna iðkenda. Frekar en að lækka kröfur væri betra reyna útvega félögum fjarmagn til takast betur á við innleiðinguna. Hugleiðingar samskiptaráðgjafa

Það er mjög jákvætt sjá hversu góð áhrif svona fræðslu- og þekkingarinnleiðing hafði á þau félög sem náðu klára hana. Að starfsfólk og þjálfarar sjái mun á þekkingu sinni og betur í stakk búið takast á við slík mál ef þau koma upp er frábær árangur. Fyrir utan það öll fræðsla er af hinu góða. Aldrei er góð vísa of oft kveðin. Þekking þeirra sem vinna með börnum á kynferðisbrotum og afleiðingum þeirra er mjög mikilvæg. Auk þess að vita hvernig á að bregðast við þegar grunur eða vitneskja um slíkt kemur upp.

Þessi úttekt sýnir líka öll innleiðing tekur tíma, stórar breytingar eiga sér ekki stað yfir nótt.

Það hefði verið mjög gagnlegt að vita hvort það hafi verið gerð svipuð úttekt á vitneskju og þekkingu iðkennda eins og var mæld hjá þjálfurum og starfsfólki. 

Upplýsingar um verkefnið í Norður Rín voru fengnar héðan: https://rm.coe.int/pss-description-practice-germany-a-coalition-to-protect-athletes-again/1680770fd8

Frekari upplýsingar fengnar úr kafla 5 eftir Bettinu Rulofs hér: Lang, M., & Hartill, M. (Eds.). (2014). Safeguarding, child protection and abuse in sport: International perspectives in research, policy and practice. Routledge.

bottom of page