top of page

Fræðsla

Hvað er kynferðisleg áreitni?

Þegar einhver segir eitthvað við þig á kynferðislegan hátt, talar um líkama þinn, klæðaburð eða stingur upp á einhverju kynferðislegu við þig. Það geta líka verið óþægilegar snertingar eins og að strjúka þér, klappa eða snerta þig þar sem þú baðst ekki um og er óþarfi að snerta.

Ef þér finnst svona hegðun óþægileg, særandi, móðgandi eða ert hrædd/ur við hana þá flokkast hún undir kynferðislega áreitni.

Lesa meira um kynferðislega áreitni hér

 

Hvað er kynferðislegt ofbeldi?

Þegar einhver þvingar þig til að þola kynferðislega hluti sem þú vilt ekki eins og klámfengið tal, myndbönd, snertingar og káf, jafnvel nauðgun. Þegar einhver lætur þig gera slíka hluti, lætur þig horfa á slíka hluti eða gerir þér slíka hluti eða hótar því að gera þá. Svona hegðun er bönnuð með lögum.

Lesa meira um kynferðislegt ofbeldi hér

 

Hvað á ég að gera ef ég hef orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi?

Láttu vita. Ef þú hefur einhvern í þínu lífi sem þú treystir segðu honum, henni eða þeim frá. Ef þú vilt ekki segja einhverjum sem þú þekkir hafðu þá samband hér. Þú getur fengið aðstoð við að láta áreitnina eða ofbeldið hætta.

 

Hvað er einelti?

Þegar einn eða fleiri aðilar sýna aftur og aftur hegðun í þinn garð sem er til þess að láta þér líða illa. Þegar er sífellt verið að setja út á þig eða gera lítið úr þér af sömu aðilunum. Þegar er verið að móðga eða særa þig viljandi og halda þér frá því að vera með í leik og starfi.

 

Lesa meira um einelti hér

 

Hvað á ég að gera ef ég hef orðið fyrir einelti?

Láttu vita. Ef þú hefur einhvern í þínu lífi sem þú treystir segðu honum, henni eða þeim frá. Ef þú vilt ekki segja einhverjum sem þú þekkir hafðu þá samband hér . Þú getur fengið aðstoð við að láta eineltið hætta.

 

Hvað er kynbundin áreitni?

Það er þegar einhver gerir eða segir eitthvað við þig sem gengur út á að ógna, særa eða niðurlægja þig út af kyni þínu. Það gæti verið með orðum, hegðun eða á annan hátt sem þér er sýnd vanvirðing.

Lesa meira um kynbundna áreitni hér.

 

Hvað er kynbundið ofbeldi?

Þegar einhver gerir þér eitthvað út frá kyni þínu sem veldur þér sársauka annað hvort á líkama þínum eða líðan þinni. Það gæti verið með orðum, hegðun eða hótunum sem er ráðist á þig út frá kyni þínu.

Lesa meira um kynbundið ofbeldi hér.

 

Hvað á ég að gera ef ég hef orðið fyrir kynbundnu áreiti eða ofbeldi?

Láttu vita. Ef þú hefur einhvern í þínu lífi sem þú treystir segðu honum, henni eða þeim frá. Ef þú vilt ekki segja einhverjum sem þú þekkir hafðu þá samband hér. Þú getur fengið aðstoð við að láta áreitnina eða ofbeldið hætta.

Okkur á að líða vel í íþróttum og tómstundum og
þar eiga engin leyndarmál að líðast.

Fræðslumyndbönd

Start To Talk

Start To Talk
Start To Talk

Start To Talk

01:44
Play Video
Ábyrgð þjálfarans

Ábyrgð þjálfarans

00:50
Play Video
Ábyrgð þjálfarans

Ábyrgð þjálfarans

00:45
Play Video
Ábyrgð þjálfarans

Ábyrgð þjálfarans

00:45
Play Video
Ábyrgð þjálfarans

Ábyrgð þjálfarans

00:48
Play Video
Ábyrgð þjálfarans

Ábyrgð þjálfarans

00:56
Play Video

Ársskýrsla samskiptaráðgjafa

Í lok árs hvers tekur samskiptaráðgjafi saman upplýsingar um starfsemi ráðgjafans og þær tilkynningar sem honum hafa borist á liðnu ári. Upplýsingarnar eru kynntar Mennta- og barnamálaráðuneyti og í kjölfar þess birtar á heimasíðu samskiptaráðgjafa.

Ársskýrsla 2020 

Ársskýrsla 2021

Ársskýrsla 2022

bottom of page